21. október 2021
Sum okkar kannast við að eiga eða hafa einhvern tímann átt erfiða nágranna. Í mörgum tilvikum er hægt að eiga við misjafna umgengni og deilur, t.d. í sameign. Það getur verið öllu erfiðara að eiga við nágranna sem býr í einbýlishúsi eða eigin eign. Til dæmis ef fólkið í næsta húsi sinnir ekki eigninni og allt er í niðurníðslu þannig að þig verkjar í augun í hvert sinn sem þú stígur út úr húsi.